Rechercher des projets européens

Skóli sem lærir
Date du début: 1 sept. 2014, Date de fin: 31 mai 2016 PROJET  TERMINÉ 

Í verkefninu voru heimsóttir þrír skólar í þremur löndum, Skotlandi, Englandi og Danmörku, til að kynna sér einsktaka þætti skólastarfsins þar. Til Skotlands fóru þrír kennarar ásamt skólastjóra. Þar kynntu þau sér hvernig innra mati er háttað en Árskóli hefur um árabil notað matskerfi frá Skotlandi við innra mat skólans. Bæði voru heimsóttir skólar og skólayfirvöld til að kynna sér það sem nýjast er í matskerfinu. Í Englandi heimsóttu sjö starfsmenn skólans Barnwood Park Arts College, fimm kennarar, einn þroskaþjálfi og einn skólaliði. Þar kynntu starfsmenn sér skólastarfið, heimsóttu kennslustundir og áttu samtöl við nemendur og starfsfólk. Þeir fengu fyrirlestur um félagastuðning og kynningu á kennslu listgreina. Einnig fengu þeir fyrirlestur um hvernig skólinn mætti þörfum sem þyrftu einstaklingsúrræði í námi. Þá var starfsmönnum kynnt áætlun skólans í einelti og hvernig upplýsingamennt er notuð í almennu námi. Að lokum fengu starfsmenn mjög athyglisverða og ítarlega kynningu á hvernig fylgst er með námsferli hvers nemenda í Barnwood Park Arts College. Til University College Sjælland fóru fimm starfsmenn, fjórir kennarar og náms-og starfsráðgjafi. Starfsmenn heimsóttu skóla sem er framarlega í notkun upplýsingatækni í kennslustundum. Þeir miðstöð kennslugagna í University College Sjælland þar sem skoðað var hvernig halda megi utan um kennslugögn fyrir margar skólastofnanir. Að lokum voru stofnanir í vinabæ Sauðárkróks skoðaðar með tilliti til hvernig tækni- og upplýsingamálum er háttað. Allar ferðirnar gengu mjög vel og voru starfsmenn almennt mjög ánægðir með það sem fyrir augu og eru bar

Coordinateur

Details